Friday, November 29, 2013

Gömul spá

Þann 12. febrúar 2009 þá var Dauðaspaðinn 6 ára og þá skrifaði ég eftirfarandi færslu. Ég ákvað að pósta henni hér þar sem seinasta dagsetningin í póstinum er einmitt í dag. Gaman að sjá hvernig maður spáði framtíðinni og hvernig ekkert rættist nema auðvitað besti hlutinn... Lillian.


Dagurinn í dag er alveg eins og þessi dagur nema það er plús eitt ár.

Já Dauðaspaðinn á afmæli í dag. Fyrsta barnið mitt bara orðið 6 ára. Komið á skólaaldurinn. Ætli stafsetningin fari þá eitthvað að skána hérna? Kannski umræðuefnið þroskist líka eitthvað? Nei efast um það.

Allavega þá ætla ég aldrei þessu vant að líta ekki um öxl og ryfja upp gamlar og skemmtilegar færslur. Nei í ár ætla ég að líta fram í tímann og kíkja á 3 random færslur sem koma í framtíðinni.

22. febrúar 2009.
Partýið hjá Þóa í gær var algjör snilld. Byrjuðum á að fara í afmælismatarboð til Magic sem vinnur með Zhaveh. Ég stakk svo af þaðan um klukkan 21.30 til að hitta allt liðið á Celtic og vá hvað það var gaman.
Gaui fór alveg á kostum þegar hann datt af stólnum.

14. mars 2011.
Matti var beðinn um að leika í auglýsingu í seinustu viku og í dag var einmitt takan á þessari auglýsingu. Ég er víst bundin smá þagnareyð yfir þessu en þetta er auglýsing fyrir nýja eigandann á Landsbankanum. Spurning um að skipta um banka???

29. nóv 2013.
Vá ekki nema mánuður í 40. afmælið mitt. Ég er búinn að panta allt fyrir veisluna og ég vona bara sem flestir láti nú sjá sig. Þessi salur í Herlev er alveg frábær.
Annars hefur gengið ótrúlega vel að aðlagast öllu hérna í Herlev síðan við fluttum hingað í haust frá Gladsaxe. Matti alveg ótrúlega ánægður í nýja skólanum og prinsessan okkar elskar að fá að vera svona mikið hjá ömmu sinni.
Hey ekki gleyma borðfótboltakeppninni í kvöld í kjallarunum hjá okkur.

Vá... þetta var rosalegt ferðalag.


Tuesday, May 14, 2013

Skildi einhver taka eftir því ef ég skrifa færslu hérna núna?

Ég veit að ég sagðist vera hættur að skrifa á Dauðaspaðann. En hvað ef ég mundi svo ekkert hætta. Mundi einhver taka eftir því ef ég mundi segja frá því þegar ég fékk kúlulán frá Matta og borgaði ekki til baka. Kúlan var ágæt, en er samt meira fyrir lakkrís.

Friday, December 14, 2012

Bless kæri Dauðaspaði

Nú held ég svei mér þá að Dauðaspaðinn muni kveðja. Þetta hefur verið frábært tímabil og ótrúlegt að þetta náði næstum 10 árum.

Ég hef þó tekið afrit af þessu öllu og getið þið fundið það hér: http://hawkhalf.com/daudaspadinn/
Það þarf þó notendanafn og lykilorð til að sjá það svo þið bara verðið í bandi ef þið viljið ryfja upp gamla tíma  :)





Allt er í heiminum hverfult,
og stund þíns fegursta frama
lýsir sem leiftur um nótt
langt fram á horfinni öld.
-Jónas Hallgrímsson